Nafnar framlengdu í Víkinni

Guðmundur Steinn Hafsteinsson og Halldór Smári Sigurðsson eigast við í …
Guðmundur Steinn Hafsteinsson og Halldór Smári Sigurðsson eigast við í leik KA og Víkinga í sumar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnumaðurinn Halldór Smári Sigurðsson, næstleikjahæsti leikmaður Víkings í Reykjavík, hefur framlengt samning sinn við félagið til næsta tveggja ára en þetta kom fram á samfélagsmiðlum félagsins.

Halldór Smári, sem er 32 ára gamall, er uppalinn í Víkinni og hefur leikið með liðinu allan sinn feril. Hann á að baki 138 leiki í efstu deild og alls á hann að baki 348 meistaraflokksleiki fyrir Víkinga.

Aðeins Magnús Þorvaldsson hefur leikið fleiri leiki fyrir Víkinga eða 351 leik og verður því að teljast afar líklegt að Halldór Smár slái met hans á næstu mánuðum.

Þá hefur Halldór Jón Sigurður Þórðarson, 24 ára, einnig framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára.

Hann kom til félagsins árið 2018 og á að baki 15 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað eitt mark.

Knattspyrnudeild Víkings er afar ánægð með endurnýjun samninga þeirra nafna og væntir mikils af þeim á komandi leiktímabilum,“ segir í fréttatilkynningu Víkinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert