Feðgar sameinast á ný

Sigurbergur Bjarnason og Bjarni Jóhannsson eru sameinaðir á ný.
Sigurbergur Bjarnason og Bjarni Jóhannsson eru sameinaðir á ný. Ljósmynd/Njarðvík

Knattspyrnumaðurinn Sigurbergur Bjarnason er genginn í raðir Njarðvíkur á nýjan leik en liðið leikur í 2. deildinni.

Sigurbergur spilaði þrjá leiki með Njarðvík sumarið 2018 en sleit krossband sama ár og hefur lítið komist í gang síðan. Hann spilaði einn leik með Vestra í 2. deild á síðasta ári og einn bikarleik með Víði í sumar.

Leikmaðurinn hefur leikið sjö leiki í deild og bikar hér á landi og þar af einn í efstu deild með Keflavík þegar hann var aðeins 16 ára.

Faðir Sigurbergs er Bjarni Jóhannsson sem tók við Njarðvík af Mikael Nikulássyni á dögunum. Bjarni þjálfaði Sigurberg hjá Vestra á síðasta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert