Sköruðu fram úr í Grindavík

Sigurjón Rúnarsson og Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir áttu frábært tímabil með …
Sigurjón Rúnarsson og Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir áttu frábært tímabil með Grindavík. Ljósmynd/Grindavík

Sigurjón Rúnarsson og Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir voru valin best í lokahófi knattspyrnudeildar Grindavíkur sem fram fór á dögunum.

Sigurjón lék stórt hlutverk í hjarta varnarinnar hjá Grindvíkingum í 1. deildinni, Lengjudeildinni í sumar, en liðið var í fjórða sæti deildarinnar þegar ákveðið var að hætta keppni á Íslandsmótinu í lok október.

Þorbjörg Jóna var í lykilhlutverki í vörn Grindavíkur í 2. deildinni í sumar en liðið fór með sigur af hólmi í deildinni og leikur því í 1. deildinni á næstu leiktíð eftir að hafa fallið úr 1. deildinni, haustið 2019.

Þá var Oddur Ingi Bjarnason valinn efnilegasti leikmaður Grindavíkur í karlaflokki og Aron Jóhannsson sá mikilvægasti.

Kvennamegin var Unnur Stefánsdóttir valin efnilegust og Eva Lind Daníelsdóttir sú mikilvægasta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert