Íslenska deildin í neðsta flokki

KR fékk skell á móti Skotlandsmeisturum Celtic.
KR fékk skell á móti Skotlandsmeisturum Celtic. Ljósmynd/@CelticFC

Íslenska úrvalsdeildin í fótbolta er komin í fjórða og neðsta styrkleikaflokk UEFA vegna slæms árangurs í Evrópukeppnum undanfarinn ár.

Aðeins deildir Eistlands, Andorra og San Marínó eru fyrir neðan þá íslensku á styrkleikalistanum.

Íslenska deildin er sem stendur í 52. sæti listans og hefur misst þjóðir eins og Gíbraltar og Færeyjar fram úr sér. Færeyjar eru í 47. sæti.

Ísland mun frá og með tímabilinu 2022 aðeins fá þrjú Evrópusæti í staðinn fyrir fjögur.

Listann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Ljósmynd/UEFA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert