Guðrún tekur við Haukum

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir.
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir.

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir er aftur tekin við meistaraflokksliði en Haukar tilkynntu í dag að hún hafi verið ráðin þjálfari kvennaliðs félagsins í knattspyrnu. 

Guðrún var aðstoðarþjálfari liðsins síðustu þrjú tímabil og hefur unnið fyrir Hauka í fullu starfi síðan haustið 2019. Hefur sinnt ýmsu öðru eins og þjálfun 2. flokks kvenna. 

Guðrún býr að mikilli reynslu því hún hefur áður stýrt Aftureldingu/Fjölni, KR, FH og Þrótti Reykjavík á þjálfaraferlinum. Á leikmannaferlinum lék hún 25 A-landsleiki og varð bæði Íslands- og bikarmeistari með KR. 

Lið Hauka leikur í næstefstu deild. Á síðasta tímabili stýrði engin kona liði í tveimur efstu deildunum. Nú verða þær alla vega tvær því Bára Rúnarsdóttir er tekin við Augnabliki eins og fram kom á dögunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert