ÍBV endurheimtir Sigurð

Sigurður Grétar Benónýsson skorar fyrir ÍBV í leik gegn gegn …
Sigurður Grétar Benónýsson skorar fyrir ÍBV í leik gegn gegn Víkingi Ólafsvík. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Knattspyrnumaðurinn Sigurður Grétar Benónýsson er snúinn aftur til ÍBV eftir að hafa leikið eitt keppnistímabil með Vestra.

Sigurður er uppalinn hjá ÍBV og hefur leikið 23 leiki í efstu deild og skoraði 3 mörk. 

Hann lék 22 leiki með Vestra síðasta sumar en ÍBV og Vestri leika bæði í næst efstu deild á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 

mbl.is