Landsliðsskórnir á hilluna

Rakel Hönnudóttir hefur lagt landsliðsskóna á hilluna.
Rakel Hönnudóttir hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Rakel Hönnudóttir hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna en þetta kom fram á samfélagsmiðlum KSÍ í dag.

Rakel, sem er orðin 31 árs gömul, er á að baki 103 A-landsleiki þar sem hún hefur skorað níu mörk.

Hún lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2008 en hún er samningsbundin Breiðabliki í úrvalsdeild kvenna í dag.

Þá hefur hún einnig leikið með uppeldisfélagi sínu Þór/KA, Bröndby, Limhamn Bunkeflo og Reading á ferlinum.

„Takk fyrir allt Rakel,“ segir meðal annars í tilkynningu frá KSÍ en Rakel er á meðal leikjahæstu landsliðskvenna Íslands frá upphafi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert