„Ég get ekki setið undir slíkum ásökunum“

Hallbera Guðný Gísladóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hallbera Guðný Gísladóttir, landsliðskona í knattspyrnu, segist ekki geta setið undir ásökunum um að landsliðskonur hafi hrakið landsliðsþjálfara úr starfi og skrifar færslu á Facebook í dag. 

Hallbera segir slíkt vera fjarri sannleikanum og hefur ekkert nema gott um tímann með Jóni Þór í landsliðinu að segja. 

„Mig langar að byrja á því að þakka Jóni Þóri fyrir samstarfið síðastliðin 2 ár. Mín skoðun er sú að hann er flottur þjálfari með mikla ástríðu fyrir leiknum og hef ég ekkert nema góða hluti um okkar tíma í landsliðinu að segja.

Það hryggir mig hinsvegar að sjá fólk taka undir og deila skoðunum sem snúa að því að um samantekin ráð okkar leikmanna hafi verið að ræða til þess að hrekja þjálfarann frá störfum. Ég get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum.
Eftir situr að landsliðið náði frábærum árangri og tryggði sér sæti á EM 2022. Við munum halda áfram að leggja hart að okkur svo liðið geti byggt ofan á þann árangur og þá góðu vinnu sem hefur verið unnin,“ skrifar Hallbera sem er með reyndustu leikmönnum landsliðsins. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert