Framarar áfrýja til dómstóls ÍSÍ

Fram og Leiknir R. börðust um sæti í úrvalsdeildinni og …
Fram og Leiknir R. börðust um sæti í úrvalsdeildinni og enduðu jöfn að stigum þegar mótinu var hætt í haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnudeild Fram hefur áfrýjað til dómstóls Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands þeim úrskurði áfrýjunardómstóls KSÍ að vísa frá máli félagsins gegn stjórn KSÍ.

Framarar kærðu þá ákvörðun stjórnar KSÍ að láta markatölu skera úr um röð liða eftir að keppni var hætt á Íslandsmótinu 2020. Fram og Leiknir R. voru þá jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti 1. deildar karla en Leiknismenn fengu úrvalsdeildarsætið vegna betri markatölu.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði máli Fram frá þann 16. nóvember. Framarar áfrýjuðu því til áfrýjunardómstólsins, sem vísaði málinu aftur til Aga- og úrskurðarnefndar til efnislegrar meðferðar.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók þá málið fyrir þann 25. nóvember og hafnaði kröfum Fram. Það fór aftur fyrir áfrýjunardómstólinn sem kvað upp dóm 9. desember og vísaði þar málinu frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert