Úr Þrótti yfir í FH

Oliver Heiðarsson er orðinn leikmaður FH.
Oliver Heiðarsson er orðinn leikmaður FH. Ljósmynd/FH

Knattspyrnumaðurinn Oli­ver Heiðars­son er orðinn leikmaður FH en hann kemur til Hafnarfjarðarfélagsins frá Þrótti í Reykjavík. 

Oli­ver er 19 ára gam­all og var einn af ljós­um punkt­um hjá Þrótti á erfiðu síðasta tíma­bili hjá liðinu. Þrótt­ur rétt slapp við fall úr 1. deildinni á marka­tölu þegar Íslands­mót­in í knatt­spyrnu voru flautuð af í nóv­em­ber vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

Oli­ver ákvað að nýta sér rift­un­ar­á­kvæði í samn­ingi sín­um á dög­un­um og hef­ur því verið frjálst að ræða við önn­ur fé­lög und­an­farið.

Oli­ver er son­ur Heiðars Helgu­son­ar, fyrr­ver­andi landsliðsfram­herja sem spilaði um ára­bil í ensku úr­vals­deild­inni við góðan orðstír. Heiðar á teng­ingu við Þrótt þar sem hann lék með liðinu um skeið áður en hann hélt í at­vinnu­mennsku hjá Lillestrøm í Nor­egi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert