Smit áfram í Breiðholtinu

Leiknismenn leika í efstu deild í ár.
Leiknismenn leika í efstu deild í ár. mbl.is/Árni Sæberg

Hollenski markvörðurinn Guy Smit hefur samið á ný við Leikni í Reykjavík og mun verja mark liðsins í úrvalsdeild karla í knattspyrnu á næsta tímabili.

Smit er 24 ára gamall og kom til Leiknis rétt áður en síðasta tímabil hófst frá FC Eindhoven í Hollandi en hann lék áður með unglingaliðum Nijmegen og Vitesse. 

Hann lék nítján af tuttugu leikjum Leiknismanna í 1. deildinni á síðasta ári en þeir voru í öðru sæti þegar Íslandsmótinu var hætt í lok október, með betri markatölu en Fram, og leika því í úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildinni, í annað skipti á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert