KSÍ þarf að vanda vel til verka

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir verða máttarstólpar í …
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir verða máttarstólpar í íslenska kvennalandsliðinu á næstu árum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslensk kvennaknattspyrna er svo sannarlega á mikilli uppleið og munu bæði Breiðablik og Valur leika í Meistaradeild Evrópu á komandi keppnistímabili.

Sveindís Jane Jónsdóttir gekk til liðs við stórlið Wolfsburg á dögunum og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er að ganga til liðs við Bayern München á næstu dögum. Þá er Alexandra Jóhannsdóttir, liðsfélagi þeirra hjá Breiðabliki, að öllum líkindum á leið í atvinnumennsku líka en hún hefur verið orðuð við félög í Þýskalandi. Sveindís og Karólína eru báðar 19 ára gamlar og Alexandra er einungis tvítug.

Þá er Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis, í viðræðum við stórlið Everton á Englandi en hún er einungis 17 ára gömul. Svava Rós Guðmundsdóttir gekk til liðs við þriðja besta lið Frakklands í byrjun árs frá Kristiansand en Svava er 25 ára gömul og á því nóg eftir.

Í lokakeppni EM 2017 sem fram fór í Hollandi voru tveir leikmenn að spila í liðum sem hægt að er að segja að hafi verið í heimsklassa eða sérflokki. Sara Björk Gunnarsdóttir var þá leikmaður Wolfsburg og Dagný Brynjarsdóttir lék með Portland Thorns í Bandaríkjunum.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »