Á skotskónum á Möltu

Gunnar Örvar Stefánsson skoraði tvö á Möltu.
Gunnar Örvar Stefánsson skoraði tvö á Möltu. Ljósmynd/KA

Knattspyrnumaðurinn Gunnar Örvar Stefánsson var í stuði og skoraði tvö mörk fyrir St. Andrews í 4:0-sigri á Mqabbba í B-deild Möltu í dag.

Gunnar var í byrjunarliði St. Andrews og lék fyrstu 75 mínúturnar. Gunnar er að láni hjá St. Andrews frá KA á Akureyri en hann hefur einnig leikið með Þór og Magna.

Sóknarmaðurinn hefur skorað 48 mörk í 154 keppnisleikjum hér á landi. Sigurinn var kærkominn fyrir St. Andrews sem er í 12. sæti af 15 í B-deild Möltu

mbl.is