Ekki tilbúinn að koma til Íslands

Emil Pálsson í leik með FH sumarið 2017.
Emil Pálsson í leik með FH sumarið 2017. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knatt­spyrnumaður­inn Emil Páls­son leitar sér að nýju félagi eftir að samningur hans við norska úrvalsdeildarliðið Sandefjord rann út um áramótin en hann er þó ekki tilbúinn að snúa aftur til Íslands.

Emil er 27 ára miðjumaður frá Ísafirði og uppalinn í BÍ/Bolungarvík en hann spilað lengst með FH hér heima, á árunum 2011 til 2017 eða þangað til að hann fór til Sandefjord. „Það er allt opið eins og staðan er núna en hugurinn er alltaf úti, ég tel mig eiga fullt erindi í að spila í Skandinavíu,“ sagði Emil í viðtali á útvarpsþætti fótbolta.net en hann ætlar að reyna finna sér nýtt félag í samráði við umboðsmann sinn á næstu vikum.

„Maður er að detta á besta aldur sem miðjumaður og mér líður ekki eins og ég sé tilbúinn að koma heim á þessum tímapunkti.“

mbl.is