Liðsstyrkur til Ólafsvíkur

Frá leik Víkings Ólafsvíkur og Þróttar Reykjavíkur á síðustu leiktíð.
Frá leik Víkings Ólafsvíkur og Þróttar Reykjavíkur á síðustu leiktíð. Ljósmynd/Alfons

Víkingur frá Ólafsvík hefur gert samning við knattspyrnumanninn Guðfinn Þór Leósson til tveggja ára. 

Guðfinnur er 21 árs og á 56 deildaleiki að baki hér á landi, þar af einn með ÍA í efstu deild árið 2017. Hinir 55 leikirnir hafa komið með Akranesliðinu Kára í 2. og 3. deild. 

„Stefna Víkings Ó. er að fá öfluga unga leikmenn sem hafa metnað til að sanna sig á knattspyrnuvellinum og passar Guðfinnur vel inn í þá hugmyndafræði.

Við bjóðum Guðfinn hjartanlega velkominn til Ólafsvíkur. Frekari frétta er að vænta af leikmannamálum félagsins von bráðar,“ segir í færslu félagsins á Facebook. 

Víkingur hafnaði í 9. sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð með 19 stig í 20 leikjum og leikur aftur í deildinni í ár. 

mbl.is