FH fær liðsauka úr Kópavogi

Esther Rós Arnarsdóttir í leik með Breiðabliki.
Esther Rós Arnarsdóttir í leik með Breiðabliki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FH hefur fengið góðan liðsauka fyrir baráttuna í 1. deild kvenna í fótbolta í ár en Esther Rós Arnarsdóttir er komin til félagsins frá Breiðabliki og hefur skrifað undir tveggja ára samning í Kaplakrika.

Esther er 23 ára gömul og lék átta leiki með Íslandsmeisturum Breiðabliks í úrvalsdeildinni 2020. Hún á samtals að baki 58 leiki í deildinni með Breiðabliki, HK/Víkingi og ÍBV en hún hefur verið lánuð til þessara félaga, sem og til Fjölnis í 1. deildinni, á undanförnum árum. Þá skoraði hún 15 mörk í 31 leik fyrir yngri landslið Íslands.

FH féll mjög naumlega úr úrvalsdeildinni í haust en liðið var næstneðst þegar keppni var hætt og átti þá enn þokkalega möguleika á að forðast fall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert