Öflugur liðsstyrkur til Breiðabliks

Karitas Tómasdóttir er orðin leikmaður Breiðabliks.
Karitas Tómasdóttir er orðin leikmaður Breiðabliks. Ljósmynd/Breiðablik

Knattspyrnukonan Karitas Tómasdóttir er gengin til liðs við Breiðablik en félagið segir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í dag. Miðjukonan hefur verið ein sú öflugasta í liði Selfoss undanfarin ár.

Karitas er fædd árið 1995 og kemur frá Hellu en hún hóf knattspyrnuferil sinn með KFR áður en hún skipti yfir í Selfoss, 17 ára gömul. Þar hefur hún verið lykilmaður undanfarin ár en hún er þriðja leikjahæst hjá félaginu í efstu deild með 92 leiki og varð bikarmeistari með liðinu árið 2019. Þá var hún í 11 manna úrvalsliði Morgunblaðsins í M-gjöfinni á síðasta ári.

mbl.is