Hættir í Árbænum til að taka við yngri landsliðum Íslands

Ólafur Ingi Skúlason er að taka við U19 ára liði …
Ólafur Ingi Skúlason er að taka við U19 ára liði karla og U15 ára liði kvenna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Ingi Skúlason hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari Fylkis í knattspyrnu og mun hann taka við yngri landsliðum Íslands síðar í dag.

Samkvæmt heimildum mbl.is mun Ólafur taka við þjálfun U19 ára landsliðs karla og U15 ára landsliðs kvenna.

Ólafur Ingi, sem er 37 ára gamall, var ráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis fyrir tímabilið 2020, þegar þeir Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Ingi Stígsson tóku við þjálfun liðsins.

Hann lék með liðinu á síðustu leiktíð og á að baki 73 leiki í efstu deild með Fylki þar sem hann hefur skorað þrjú mörk.

Þá á hann að baki 36 A-landsleiki þar sem hann skoraði eitt mark en hann á að baki langan og farsælan atvinnumannaferil á Englandi, í Svíþjóð, Danmörku, Belgíu og Tyrklandi og hefur leikið samtals 327 deildaleiki á ferlinum.

mbl.is