Blikar fá liðsauka úr Hafnarfirði

Birta Georgsdóttir hefur skrifað undir hjá Breiðabliki.
Birta Georgsdóttir hefur skrifað undir hjá Breiðabliki. Ljósmynd /Breiðablik

Íslandsmeistarar Breiðabliks halda áfram að fylla í skörðin eftir að hafa misst þrjár landsliðskonur í knattspyrnu til erlendra félagsliða að undanförnu og hafa fengið til liðs við sig Birtu Georgsdóttur frá FH.

Birta er 18 ára gömul en á samt þegar að baki 45 leiki í deildakeppninni, 29 þeirra í úrvalsdeildinni. Hún er uppalin hjá Stjörnunni en hefur leikið meira og minna með FH undanfarin þrjú ár. Hún skoraði ellefu mörk fyrir Hafnarfjarðarliðið í 1. deildinni 2019 og á að baki 25 leiki með yngri landsliðum Íslands.

mbl.is