Ólafur staðfestur sem þjálfari hjá KSÍ

Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Ingi Skúlason hefur verið ráðinn þjálfari U19 ára landsliðs karla og U15 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu.

KSÍ skýrði frá þessu í dag en mbl.is skýrði frá því í gær að Ólafur væri hættur hjá Fylki þar sem hann hefur verið spilandi aðstoðarþjálfari til að taka að sér þessi störf.

Ólafur tekur við af Þorvaldi Örlygssyni með U19 ára lið karla en Þorvaldur hætti með það um áramót og réð sig til Stjörnunnar. Lúðvík Gunnarsson var með U15 ára lið kvenna en hann er einnig þjálfari U15 ára liðs karla.

mbl.is