Fékk leið á landsliðinu

Ragnar Sigurðsson fékk mörg símtöl þegar hann ákvað að leggja …
Ragnar Sigurðsson fékk mörg símtöl þegar hann ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir HM 2018. mbl.is/Árni Sæberg

Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, var kominn með leið á landsliðinu árið 2018 og ákvað þess vegna að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir HM í Rússlandi sumarið 2018.

Innkoma Eriks Hamrén breytti hins vegar miklu fyrir varnarmanninn öfluga og hefur hann miklar mætar á sænska þjálfaranum í dag.

Miðvörðurinn er að ganga í gegnum ákveðin tímamót en hann gekk til liðs við úkraínska úrvalsdeildarfélagið Rukh Vynnyky frá FC Kaupmannahöfn á dögunum og skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið í Úkraínu.

Ragnar er næst leikjahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins frá upphafi með 97 og hefur leikið sjö leikjum minna en Rúnar Kristinsson, sá leikjahæsti í sögu Íslands.

„Það kom alveg tími hjá mér þar sem ég var orðinn þreyttur á landsliðinu og ég ákvað þess vegna að kalla þetta gott eftir HM 2018. Svo tók Erik Hamrén við liðinu og þá breyttist mikið.

Það voru margir sem sannfærðu mig um að rétt væri að halda áfram, bæði leikmenn og starfsmenn innan KSÍ, og til að byrja með sneri ég í raun bara aftur í liðið fyrir þá sem vildu endilega að ég héldi áfram.

Svo allt í einu hvarf þessi leiði og mér fór að líða virkilega vel í landsliðsumhverfinu á nýjan leik og ég skrifa það að mörgu leyti á Hamrén enda algjörlega frábær náungi og þjálfari,“ sagði Ragnar í samtali við Morgunblaðið.

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »