Hjólhestaspyrna Jóhannesar gegn Austur-Þjóðverjum (myndskeið)

Bræðurnir Atli Eðvaldsson og Jóhannes Eðvaldsson voru báðir landsliðsfyrirliðar Íslands …
Bræðurnir Atli Eðvaldsson og Jóhannes Eðvaldsson voru báðir landsliðsfyrirliðar Íslands um árabil. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Jóhannes Eðvaldsson fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu er látinn eins og skýrt var frá fyrr í kvöld. Hann skoraði eitt frægasta markið í landsleikjasögu þjóðarinnar árið 1975.

Ísland vann þá afar óvæntan sigur á Austur-Þjóðverjum á Laugardalsvellinum í undankeppni EM, 2:1, en austurþýska liðið hafði endað í sjötta sæti heimsmeistaramótsins í Vestur-Þýskalandi árið áður og hafði þá einmitt verið eina liðið sem vann það vesturþýska í lokakeppninni.

Jóhannes skoraði fyrra markið með glæsilegri hjólhestaspyrnu og það má sjá eftir rúmar 45 sekúndur í meðfylgjandi myndskeiði sem er úr sjónvarpsupptöku RÚV með Ómar Ragnarsson sem lýsanda. Mark Ásgeirs Sigurvinssonar sem kom Íslandi í 2:0, eftir sendingu Sigurðar Dagssonar markvarðar, má sjá eftir um það bil þrjár mínútur.
mbl.is

Bloggað um fréttina