Siggi Dags með þrennu fyrir Val

Rasmus Christiansen miðvörður Vals með boltann og Daði Bergsson fyrirliði …
Rasmus Christiansen miðvörður Vals með boltann og Daði Bergsson fyrirliði Þróttar sækir að honum í leiknum á Hlíðarenda í gær. Ljósmynd/Þorsteinn Ólafs

Valsmenn og Víkingar voru á skotskónum á Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í gær og skoruðu fimm og sex mörk í leikjum sínum við Þrótt og ÍR.

Valsmenn tóku á móti Þrótturum á Hlíðarenda og þar fór hinn 18 ára gamli Sigurður Dagsson á kostum og skoraði þrennu. Patrick Pedersen og Birkir Heimisson skoruðu sitt markið hvor í 5:0 sigri. Valsmenn höfðu áður unnið Víkinga 4:1 og standa best að vígi í A-riðli mótsins.

Víkingar og Leiknismenn eru reyndar líka með 6 stig og baráttan um tvö sæti í undanúrslitum er því hörð en Víkingar unnu ÍR 6:2 á heimavelli sínum í Fossvogi í gær. Adam Ægir Pálsson skoraði tvö markanna og þeir Nikolaj Hansen, Pablo Punyed, Viktor Örlygur Andrason og Helgi Guðjónsson eitt hver. Bergvin Fannar Helgason og Halldór Arnarsson skoruðu fyrir Víking.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert