KSÍ hagnaðist um tæplega 38 milljónir

Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Guðni Bergsson er formaður KSÍ. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnusamband Íslands hagnaðist um 37,7 milljónir króna á síðasta ári en sambandið birti í kvöld ársskýrslu sína fyrir síðasta ár.

Varð KSÍ af miklum peningum þegar karlalandsliðinu mistókst að tryggja sér sæti á lokamóti EM eftir tap fyrir Ungverjalandi í umspili í Búdapest.

Eignir samstæðunnar KSÍ nema nú 1.096,8 milljónum króna og bókfært eigið fé í árslok er um 733,3 milljónir króna.

Kostnaður við íslensku landsliðin á síðasta ári voru rúmar 626 milljónir en skrifstofu- og stjórnunarkostnaður var nokkuð hærri en áætlað var eða 311 milljónir er 289 milljónir voru áætlaðar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert