Stórsigrar Leiknis og Keflavíkur - Sævar með þrennu

Leiknismenn fagna einu marka Sævars Atla Magnússonar í dag.
Leiknismenn fagna einu marka Sævars Atla Magnússonar í dag. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Leiknir úr Reykjavík vann í dag öruggan 4:1-sigur á ÍBV í 4. riðli Lengjubikars karla í fótbolta en leikið var á Domusnova-vellinum í Breiðholti. Leiknir er nú með þrjú stig eftir tvo leiki en ÍBV er án stiga. 

Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis var í miklu stuði og skoraði þrennu og Bjarki Aðalsteinsson komst einnig á blað, en staðan í hálfleik var 4:0 fyrir Leikni. Sigurður Grétar Benónýsson lagaði stöðuna fyrir ÍBV í blálokin. 

Í Reykjaneshöllinni vann Keflavík öruggan 5:0-sigur á Vestra í 3. riðli. Magnús Þór Magnússon og Helgi Þór Jónsson komu Keflavík í 2:0 í fyrri hálfleik og Ari Steinn Guðmundsson og Kian Williams bættu við mörkum í seinni hálfleik, en fimmta markið var sjálfsmark. Keflavík er með sjö stig eftir þrjá leiki en Vestri er án stiga. 

Grótta vann 2:0-sigur á Selfossi í 3. riðli. Pétur Theódór Árnason skoraði fyrra markið með skalla eftir hornspyrnu á 17. mínútu og Óliver Dagur Thorlacius tryggði 2:0-sigur þremur mínútum seinna. Grótta er með fjögur stig eftir tvo leiki en Selfoss er án stiga.  

mbl.is