Þarf Arnar nýtt „þríeyki“ fyrir marsleikina?

Kári Árnason, Hannes Þór Halldórsson og Ragnar Sigurðsson fagna eftir …
Kári Árnason, Hannes Þór Halldórsson og Ragnar Sigurðsson fagna eftir góðan sigur. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Mánuði áður en „leiðin til Katar“ hefst í Duisburg, fimmtudaginn 25. mars, er ekki auðvelt að stilla upp mögulegu íslensku landsliði sem þann dag mætir stórveldinu Þýskalandi í fyrsta leik J-riðils undankeppni HM karla í fótbolta.

Arnar Þór Viðarsson, nýr landsliðsþjálfari með Eið Smára Guðjohnsen sér við hlið, þarf að setja saman lið sem gæti orðið talsvert breytt frá því í nóvember þegar forveri hans Eric Hamrén stýrði því í síðasta sinn, gegn Ungverjalandi, Danmörku og Englandi.

Þegar Ísland og Ungverjaland mættust í leiknum dramatíska í Búdapest 12. nóvember, og Ungverjar tryggðu sér EM-sætið með því að skora tvisvar undir lokin og vinna 2:1, var stillt upp því liði sem eflaust flestir eru sammála um að hafi verið það sterkasta sem völ var á.

Hannes Þór Halldórsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon, Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason hófu leikinn.

Fjórum og hálfum mánuði síðar, 25. mars, gæti nokkuð breytt lið gengið inn MSV-leikvanginn í Duisburg.

Eins og staðan er í dag eru bara fimm af þessum ellefu „tiltölulega öruggir“ um sæti í liðinu. Guðlaugur Victor, Hörður Björgvin, Aron Einar, Birkir og Gylfi.

Þeir hafa allir spilað reglulega með félagsliðum sínum undanfarnar vikur og mánuði. Aron stífnaði reyndar í hálsi í upphitun fyrir leik á mánudag og gat ekki spilað með Al-Arabi en ætti að vera fljótur að hrista það af sér. Það er eini leikurinn sem landsliðsfyrirliðinn hefur misst af vegna meiðsla á þessu keppnistímabili í Katar.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »