Stjarnan skoraði þrjú í seinni

Betsy Hassett skoraði þriðja mark Stjörnunnar.
Betsy Hassett skoraði þriðja mark Stjörnunnar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Stjarnan vann í dag 3:1-sigur á Tindastóli í Lengjubikar kvenna í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabæ. 

Jacqueline Altschuld kom Tindastóli yfir á 39. mínútu með eina marki fyrri hálfleiks. Stjörnuliðið mætti töluvert betur í seinni hálfleikinn því Snædís María Jörundsdóttir jafnaði strax á 50. mínútu.

Sædís Rún Heiðarsdóttir kom Stjörnunni yfir á 67. mínútu og Betsy Hassett gulltryggði 3:1-sigur Stjörnunnar á 75. mínútu. Stjarnan er nú með þrjú stig í fjórða sæti í í 2. riðli en Tindastóll er án stiga í fimmta sæti. 

Í sama riðli fór Þór/KA upp í toppsætið með 4:2-sigri á FH í Skessunni. María Catharina Ólafsd. Gros skoraði tvö mörk fyrir Þór/KA og Hulda Ósk Jónsdóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir skoruðu einnig. Esther Rós ARnarsdóttir og Arna Sigurðardóttir skoruðu mörk FH. 

mbl.is