Auðvelt hjá Val - Pedersen sá rautt

Patrick Pedersen skoraði og fékk rautt spjald.
Patrick Pedersen skoraði og fékk rautt spjald. Árni Sæberg

Valur vann öruggan sigur gegn Víkingi Ólafsvík á Origo-vellinum í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins í dag. Undir lok leiks gulltryggði Patrick Pedersen sigurinn en fékk svo beint rautt spjald skömmu síðar.

Kaj Leó í Bartalsstovu kom Valsmönnum á bragðið eftir tæplega hálftíma leik og Sigurður Egill Lárusson tvöfaldaði forystuna skömmu fyrir leikhlé.

Á 81. mínútu gerði Pedersen svo endanlega út um leikinn þegar hann kom Val í 3:0 en fékk svo beint rautt spjald á 86. mínútu.

Þar við sat og eftir sigurinn er Valur á toppi riðils 1 með fullt hús stiga eftir þrjá leiki á meðan Ólafsvíkingar eru í neðsta sæti riðilsins án stiga.

Markaskorarar eru fengnir af Fótbolta.net.

mbl.is