Selfoss hafði betur gegn KR

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði eitt af þremur mörkum Selfoss í …
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði eitt af þremur mörkum Selfoss í dag. mbl.is/Arnþór Birkisson

Selfoss vann 3:1-sigur á KR í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu á Jáverk-vellinum á Selfossi í dag. Leikurinn var liður í annarri umferð riðils 1.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Katrín Ágústsdóttir heimakonum í forystu á 49. mínútu áður en Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir bætti við marki á 67. mínútu, staðan orðin 2:0. Rebekka Sverrisdóttir minnkaði muninn fyrir KR í uppbótartíma áður en Katrín bætti við öðru marki sínu og þriðja marki heimaliðsins, lokatölur 3:1.

Selfoss er þar með búið að vinna sinn fyrsta leik í keppninni eftir að hafa fengið skell í fyrstu umferðinni, 8:2 gegn Keflavík. KR er án stiga, tapaði gegn Þrótti úr Reykjavík í fyrstu umferðinni, 3:1.

mbl.is