Enskur framherji til Ólafsvíkur

Ólafsvíkingar fagna marki á síðasta tímabili.
Ólafsvíkingar fagna marki á síðasta tímabili. mbl.is/Þröstur

Víkingar í Ólafsvík hafa samið við enskan framherja um að leika með þeim á komandi keppnistímabili í fótboltanum.

Sá heitir Kareem Isiaka og er tvítugur en hann kemur upp úr unglingastarfi Lundúnaliðsins Charlton Athletic. 

Gríðarlegar breytingar hafa orðið á liði Ólafsvíkinga sem höfnuðu í níunda sæti 1. deildar karla, Lengjudeildarinnar, í fyrra. Gunnar Einarsson tók við liðinu í vetur en Guðjón Þórðarson þjálfaði Víking stóran hluta síðasta tímabils eftir að Jóni Páli Pálmasyni var sagt upp störfum þegar aðeins fimm umferðir voru búnar af Íslandsmótinu.

 Þessar breytingar hafa orðið á liði Víkings frá því í fyrra, miðað við staðfest félagaskipti:

Komnir:
Bessi Jóhannsson frá Gróttu (lán)
Alex Bergmann Arnarsson frá Víkingi R. (lán)
Marteinn Theodórsson frá ÍA (lán)
Bjarni Þór Hafstein frá Breiðabliki (lék með Augnabliki)
Guðfinnur Þór Leósson frá Kára
Hlynur Sævar Jónsson frá ÍA (lán)
Kristófer Daði Kristjánsson frá Sindra
Mikael Hrafn Helgason frá ÍA (lán) (lék með Kára)
Sanjin Horoz frá Snæfelli (úr láni)
Þráinn Sigtryggsson frá Snæfelli (úr láni)
Sigurjón Kristinsson frá Snæfelli (úr láni)

Farnir:
Daníel Snorri Guðlaugsson í Hauka
Emir Dokara í Selfoss
Gonzalo Zamorano í ÍBV
Indriði Áki Þorláksson í Fram
Kristófer Jacobsen Reyes í Fjölni
Ólafur Bjarni Hákonarson í Stjörnuna (úr láni)
Þorleifur Úlfarsson í Breiðablik (úr láni)
Michael Newberry í Linfield (Norður-Írlandi)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert