Súrt að engin breyting verði á deildinni

Keppnisfyrirkomulag í úrvalsdeild karla í fótbolta verður óbreytt, alla vega …
Keppnisfyrirkomulag í úrvalsdeild karla í fótbolta verður óbreytt, alla vega til ársins 2023, eftir að tvær tillögur um fjölgun leikja fengu ekki nægilegan stuðning á ársþingi KSÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við hjá ÍTF ræddum þessar tillögur bæði á síðasta aðalfundi sem og á stjórnarfundi samtakanna fyrir ársþingið,“ sagði Orri Hlöðversson, formaður Íslensks toppfótbolta, við Morgunblaðið um þá niðurstöðu ársþings KSÍ að tillögur um fjölgun leikja í efstu deild karla náðu ekki fram að ganga.

„Við í stjórninni bökkuðum upp tillögu stjórnar KSÍ og fannst hún skynsamlegasta skrefið í þeirri stöðu sem var uppi. Niðurstaðan á þinginu var eins og hún var og því verður engin breyting á núverandi fyrirkomulagi á næstunni í það minnsta. Það er stórt verkefni að koma fram með tillögur sem flestir geta sætt sig við og það er næst á dagskrá.

Þegar öllu er á botninn hvolft virðast allir vera sammála um að það þurfi að fjölga leikjum í efstu deild. Það er súrt að á því verði engin breyting. Í mínum huga snýst þetta fyrst og fremst um að auka spennuna í mótinu, fjölga áhorfendum og reyna að minnka þessa leiki sem skipta litlu sem engu máli þegar líða fer á sumarið. Þess vegna var ég hrifinn af hugmyndum starfshópsins um tólf liða deild með úrslitakeppni þar sem hvert lið fengi fimm aukaleiki hvert,“ sagði Orri.

Viðtalið í heild er í Morgunblaðinu í dag og þar er einnig rætt við Guðna Bergsson formann KSÍ og Ásgrím Helga Einarsson, formann knattspyrnudeildar Fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »