Við erum ekki í neinum sárum

Framarar lögðu til að liðum í efstu deild karla yrði …
Framarar lögðu til að liðum í efstu deild karla yrði fjölgað úr tólf í fjórtán. Tillagan fékk 58 prósent atkvæða á þinginu en hefði þurft 67 prósent til að verða samþykkt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum ekki í neinum sárum yfir því að okkar tillaga hafi verið felld um helgina,“ sagði Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, í samtali við Morgunblaðið.

„Við ræddum það innan félagsins að draga okkar tillögu til baka en að lokum ákváðum við að gera það ekki. Okkar sýn á málið er sú að með því að vera með fleiri lið, fleiri leikmenn í deildinni og þar af leiðandi fleiri unga leikmenn í deildinni séum við að styrkja stoðir fótboltans á Íslandi. Við myndum þannig fá fleiri leikmenn og gæði deildarinnar yrðu meiri. Eins myndi þetta auka möguleikann á að selja leikmenn út og þar af leiðandi hjálpa félögunum fjárhagslega,“ sagði Ásgrímur.

Viðtalið í heild er í Morgunblaðinu í dag en þar er einnig rætt við Guðna Bergsson, formann KSÍ, og Orra Hlöðversson, formann Íslensks toppfótbolta, um þá niðurstöðu ársþings KSÍ um síðustu helgi að engar breytingar yrðu gerðar á keppni í efstu deild karla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert