Öruggt hjá KR – tíu Leiknismenn unnu

Ægir Jarl Jónasson skoraði í dag.
Ægir Jarl Jónasson skoraði í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

KR vann öruggan 3:1-sigur á Kórdrengjum í 4. riðli í Lengjubikar karla í fótbolta í dag. KR er ósigrað í keppninni til þessa með þrjá sigra og eitt jafntefli en Kórdrengir hafa unnið einn leik og tapað þremur.

Grétar Snær Gunnarsson kom KR yfir á 9. mínútu og þeir Ægir Jarl Jónasson og Oddur Ingi Bjarnason bættu við mörkum á síðasta korterinu. Kórdrengir löguðu stöðuna í uppbótartíma.

Leiknir Reykjavík hafði betur gegn Fylki, 1:0, á Würth-vellinum í Árbænum. Fyrirliðinn Sævar Atli Magnússon skoraði sigurmarkið á 71. mínútu. Fjórum mínútum síðar fékk Dagur Austmann Hilmarsson sitt annað gula spjald og þar með rautt, en þrátt fyrir það hélt Leiknir út.

Leiknir hefur unnið tvo leiki og tapað tveimur en tapið var það fyrsta hjá Fylki eftir þrjá sigra í þremur fyrstu leikjunum.

Upplýsingar um markaskorara úr leik KR og Kórdrengja fengust á Fótbolta.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert