Cecilía kvaddi samherjana í Fylki

Cecilía Rán Rúnarsdóttir í leik með Fylki.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir í leik með Fylki. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, leikur væntanlega í sænsku úrvalsdeildinni á komandi keppnistímabili.

Fótbolti.net skýrir frá því í dag að hún hafi kvatt liðsfélaga sína í Fylki um helgina og líklegast sé að hún fari til enska félagsins Everton, eins og mbl.is greindi frá í byrjun þessa árs. Hún verði síðan lánuð til sænska úrvalsdeildarfélagsins Örebro.

Cecilía er aðeins 17 ára gömul en á samt fjögur tímabil að baki í meistaraflokki með Fylki og Aftureldingu og hún lék sinn fyrsta A-landsleik á síðasta ári. Þá á hún 24 leiki að baki með yngri landsliðum Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert