Snúin aftur til FH

Sigrún Ella Einarsdóttir var með reyndustu mönnum Stjörnunar síðustu tímabil.
Sigrún Ella Einarsdóttir var með reyndustu mönnum Stjörnunar síðustu tímabil. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knatt­spyrnu­kon­an Sigrún Ella Ein­ars­dótt­ir er gengin í raðir uppeldisfélagsins FH sem féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Sigrún lék fyrstu árin með meistaraflokki í FH en skipti svo yfir í Stjörnuna árið 2014 þar sem hún hefur spilað síðan fyrir utan dvöl hjá ítalska liðinu Fiorentina þar sem hún varð meðal annars bikarmeistari.

Miðjukonan á 116 leiki í efstu deild hér á landi og í þeim hefur hún skorað 21 mark. Þá á hún tvo A-landsleiki að baki. FH sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum í gær að Sigrún væri snúin aftur til félagsins. Hún var í fríi frá fótboltanum á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert