Reyni að stíga til hliðar á þinginu til að sjá leikinn

Bræðurnir Willum Þór Willumsson og Brynjólfur Willumsson eru í leikmannahópi …
Bræðurnir Willum Þór Willumsson og Brynjólfur Willumsson eru í leikmannahópi U21 liðsins í Ungverjalandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 „Þetta er stór stund í íslenskum fótbolta og í annað sinn sem við náum svona langt,“ sagði gamla knattspyrnukempan og núverandi Alþingismaðurinn Willum Þór Þórsson í samtali við Valtý Björn Val­týs­son í hlaðvarpsþætt­in­um Mín skoðun.

Í annað skiptið í sög­unni er ís­lenska 21-árs landsliðið í fót­bolta mætt í loka­keppni Evr­ópu­móts­ins en liðið mætir Rússum í Ungverjalandi í dag. Stundin er því vissulega sérstök fyrir íslenskan fótbolta og kannski enn stærri fyrir Willum enda á hann tvo syni í liðinu, þá Willum Þór og Brynjólf.

Willum og Valtýr ræddu um leikinn og spáðu í úrslitin og þá sagðist Willum nú ætla að reyna að horfa á leikinn, þó mikið væri að gera á þinginu. „Við erum nú í umræðum um fjármálaáætlun á þinginu en ég ætla að reyna stíga til hliðar og horfa á þennan leik, maður hlýtur að fá skilning á því.

Ef ég réði einhverju þá myndi ég gera hlé á öllum störfum þjóðarinnar þegar landsliðið er að spila!“ bætti Willum við en samtalið hans við Valtý má hlusta á með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert