Vel gert að klára þetta

Birkir Bjarnason skoraði annað mark Íslands.
Birkir Bjarnason skoraði annað mark Íslands. AFP

„Mikilvægt að fá fyrstu þrjú stigin. Við erum ekki ánægðir með leikina í heild en það er gott að ná í fyrstu stigin,“ sagði Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta, í samtali við RÚV eftir 4:1-sigur á Liechtenstein ytra í undankeppni HM í fótbolta. Sigurinn var sá fyrsti hjá íslenska liðinu í J-riðli.

Birkir segir það ekki erfitt að gíra sig upp í þriðja útileikinn á skömmum tíma. „Nei, það er alltaf heiður og gaman að spila landsleiki. Við vorum allir gíraðir. Við þurftum að ná í þrjú stig og það var vel gert að klára þetta.“

Ísland var miklu meira með boltann og var sigurinn sannfærandi. „Þetta var eins og þjálfararnir voru búnir að teikna upp. Þetta fór alveg eftir plani. Við vorum mikið með boltann, gerðum vel og vorum þolinmóðir og mörkin komu á endanum.“

Birkir skoraði annað mark Íslands rétt fyrir leikhlé. „Það var mikilvægt að fara inn í klefann með 2:0, þá getum við aðeins andað og reynt að einbeita okkur að því að klára leikinn,“ sagði Birkir við RÚV. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert