Eðlileg ákvörðun að kalla í Willum

Willum Þór Willumsson var kallaður inn í A-landsliðshópinn en var …
Willum Þór Willumsson var kallaður inn í A-landsliðshópinn en var ekki á leikskýrslu gegn Liechtenstein í gærkvöld. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Það hefur ýmislegt verið rætt og ritað um íslensku karlalandsliðin í knattspyrnu undanfarna daga, misgáfulegt að sjálfsögðu, eins og alltaf þegar rætt er um fótbolta á kaffistofum landsins.

Margir fóru mikinn á Twitter yfir ákvörðuninni að kalla Willum Þór Willumsson upp í A-landsliðið úr U21 árs landsliðinu og hafa hann svo utan hóps í sigurleiknum gegn Liechtenstein í Vaduz í gær.

Eftir tapleikinn gegn Armeníu í Jerevan var óvíst hvort bæði Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason gætu tekið þátt í leiknum gegn Liechtenstein og því fullkomlega eðlilegt að Willum væri til taks fyrir A-liðið.

Sveinn Aron Guðjohnsen fékk tækifæri í byrjunarliðinu, væntanlega vegna þess að þjálfarateymið treysti ekki Hólmbert Aroni Friðjónssyni í heilan leik enda hefur framherjinn ekki spilað heilan knattspyrnuleik síðan á síðustu leiktíð.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »