Áfram í Hafnarfirðinum

Jónatan Ingi Jónsson í leik með FH í deildabikarnum í …
Jónatan Ingi Jónsson í leik með FH í deildabikarnum í febrúar. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Knattspyrnumaðurinn Jónatan Ingi Jónsson hefur framlengt samning sinn við FH.

Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum en nýr samningur Jónatans gildir út árið 2022.

Jónatan, sem er 22 ára gamall, er uppalinn í Hafnarfirðinum og á að baki 51 leik í efstu deild þar sem hann hefur skorað sjö mörk.

Jónatan Ingi lék í þrjú ár með unglingaakademíu AZ Alkmaar frá 2015 til 2018 en sneri þá aftur í Hafnarfjörðinn eftir þrjú ár í Hollandi.

Fyrir mér er þetta eina rökrétta skrefið, byggja ofan á það sem ég hef verið að gera undanfarna mánuði með FH,“ sagði Jónatan.

Það er mikil tilhlökkun í mér, hópnum öllum og þjálfarateyminu að takast á við það verkefni að halda FH í fremstu röð,“ bætti Jónatan við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert