KA-menn styrkja sig

Dusan Brkovic er orðinn leikmaður KA.
Dusan Brkovic er orðinn leikmaður KA. Ljósmynd/KA

Knattspyrnudeild KA og Serbinn Dusan Brkovic hafa komist að samkomulagi um að varnarmaðurinn leiki með liðinu í sumar.

Brkovic er 32 ára og hefur leikið í Ungverjalandi og Serbíu. Hann varð ungverskur meistari með Débrecen árið 2014. Hann lék með Diósgyöri í Ungverjalandi á síðustu leiktíð og skoraði þrjú mörk í 25 leikjum.

„Dusan er væntanlegur norður til Akureyrar um miðjan mánuðinn og væntum við mikils af honum í KA-treyjunni í sumar og bjóðum hann hjartanlega velkominn í KA,“ segir í yfirlýsingu frá KA.

mbl.is