Úr Fjölni til Ólafsvíkur

Ingibergur Kort Sigurðsson er kominn til Ólafsvíkur.
Ingibergur Kort Sigurðsson er kominn til Ólafsvíkur. Ljósmynd/Víkingur Ólafsvík

Knattspyrnumaðurinn Ingibergur Kort Sigurðsson hefur gert tveggja ára samning við Víking Ólafsvík. Kemur hann til félagsins frá Fjölni.

Ingibergur er 22 ára gamall og þekkir vel til í Ólafsvík því hann lék með Víkingi sumarið 2018 að láni og skoraði þrjú mörk í 16 leikjum í 1. deild.

Hann hefur alls spilað 77 leiki á ferlinum í A, B, C og E-deild og skorað fimmtán mörk. Ingibergur skoraði eitt mark í tólf leikjum í efstu deild með Fjölni á síðustu leiktíð.

mbl.is