Dagný í einangrun og ekki með

Dagný Brynjarsdóttir er föst í London.
Dagný Brynjarsdóttir er föst í London. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagný Brynjarsdóttir leikur ekki með íslenska landsliðinu í knattspyrnu sem mætir Ítalíu í vináttulandsleikjum í Flórens á morgun og á þriðjudaginn kemur.

Skýrt er  frá því á vef KSÍ að Dagný hafi greinst með kórónuveiruna í skimun fyrir brottför frá Englandi en hafi síðan fengið neikvæða niðurstöðu úr sams konar prófi degi síðar, líkt og allt lið West Ham.

Þar sem hún greindist jákvæð í fyrra prófinu þarf hún að vera í einangrun á Englandi og kemst ekki til Ítalíu. Fram kemur að ekki verði kallaður leikmaður inn í hópinn í hennar stað.

Þar með eru tveir lykilmenn landsliðsins fjarverandi í leikjunum því Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði verður ekki með vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert