Frumraunin í Flórens

Íslenska landsliðið fagnar sigurmarkinu í Ungverjalandi en í dag verður …
Íslenska landsliðið fagnar sigurmarkinu í Ungverjalandi en í dag verður fyrsti leikur liðsins frá 1. desember. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Þorsteinn Halldórsson stýrir kvennalandsliði Íslands í fyrsta skipti í dag þegar það mætir Ítalíu i vináttulandsleik í Flórens.

Þetta er fyrsti leikur liðsins frá því það lagði Ungverja að velli 1. desember og tryggði sér með því sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer á Englandi sumarið 2022.

Þorsteinn var ráðinn í janúar, í stað Jóns Þórs Haukssonar sem hætti með liðið í desember. Til stóð að hann færi með liðið á alþjóðlegt mót í Frakklandi strax í febrúar þar sem leika átti við Frakkland, Noreg og Sviss, en því verkefni var aflýst vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Á sömu slóðum og Ísland

Ítalía verður á meðal mögulegra andstæðinga Íslands á EM en ítalska liðið komst þangað á nákvæmlega sama hátt og það íslenska. Ítalir höfnuðu í öðru sæti síns undanriðils, á eftir Dönum, en voru með bestan árangur allra liða í öðru sæti riðlanna. Ísland var með þann næstbesta.

Þá liggur fyrir að Ítalir verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla lokakeppninnar, eru í áttunda sæti á styrkleikalista af þeim sextán þjóðum sem þar verða.

Ísland er í þrettánda sæti á þeim lista og verður annaðhvort í þriðja eða fjórða styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla. Það ræðst í næstu viku og veltur á því hvort Sviss kemst í gegnum umspil og í lokakeppnina eða ekki.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »