Allir þurfa að axla ábyrgð

Hallbera Guðný Gísladóttir gæti spilað sinn 118. landsleik á Ítalíu …
Hallbera Guðný Gísladóttir gæti spilað sinn 118. landsleik á Ítalíu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, ætlar að gera fjórar til fimm breytingar á byrjunarliði sínu þegar Ísland mætir Ítalíu í vináttulandsleik síðar í dag í Flórens á Ítalíu.

Þetta er annar leikur liðanna á fjórum dögum en íslenska liðið tapaði 1:0 fyrir Ítölum í Flórens í vináttulandsleik 10. apríl þar sem Arianna Caruso skoraði sigurmarkið á 72. mínútu.

Þetta var jafnframt fyrsti leikur liðsins undir stjórns Þorsteins sem tók við liðinu af Jóni Þór Haukssyni í lok janúar á þessu ári.

Þorsteinn stillti upp afar ungu liði í sínum fyrsta landsleik en meðalaldur liðsins var rúmlega 23 ár. Þá var einungis einn leikmaður í byrjunarliðinu yfir þrítugu, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem verður 33 ára gömul síðar á árinu.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fengu báðar tækifæri í byrjunarliðinu en Cecilía er 17 ára og Áslaug Munda 19 ára.

Meðalaldur íslenska liðsins í síðasta keppnisleik gegn Ungverjalandi í undankeppni EM í Búdapest var tæplega 26 ár en þær Sandra Sigurðardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir léku allar þann leik.

Sandra er 35 ára gömul, Hallbera er 34 ára gömul og Sara Björk þrítug og því ljóst að fjarvera þeirra í leiknum gegn Ítalíu um síðustu helgi hafði mikil áhrif á meðalaldur íslenska liðsins.

Það má fastlega gera ráð fyrir því að Sandra og Hallbera komi báðar inn í íslenska liðið í dag en þær voru báðar fastakonur í byrjunarliði Íslands í undankeppni EM 2022 undir stjórn Jóns Þórs.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert