Kvennalandsliðið verður í 4. styrkleikaflokki

Dagný Brynjarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Elín Metta Jensen.
Dagný Brynjarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Elín Metta Jensen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu verður í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlana fyrir lokakeppni EM sem fram fer á Englandi sumarið 2022. 

Varð þetta endanlega ljóst þegar úrslit réðust í umspili fyrir lokakeppnina í kvöld. Sá möguleiki var fyrir hendi að Ísland myndi hafna í þriðja styrkleikaflokki. Til þess hefði Tékkland þurft að komast áfram úr umspili gegn Sviss. Eftir mikla spennu hafði Sviss hins vegar betur en liðin þurftu að útkljá málið í vítaspyrnukeppni. 

Sviss fer því á EM eins og Norður-Írland sem vann Úkraínu 2:0 og samanlagt 4:1. Fyrr í dag tryggðu Rússar sér sæti á EM. 

Fyrsti styrkleikaflokkur: 

Holland, Þýskaland, England og Frakkland.

Annar styrkleikaflokkur: 

Svíþjóð, Spánn, Noregur og Ítalía

Þriðji styrkleikaflokkur: 

Danmörk, Belgía, Sviss og Austurríki

Fjórði styrkleikaflokkur: 

ÍSLAND, Rússland, Finnland og Norður-Írland. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert