Sjö breytingar á byrjunarliði Íslands

Sveindís Jane Jónsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir eru …
Sveindís Jane Jónsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir eru allar í byrjunarliði íslenska liðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, gerir sjö breytingar á byrjunarliði sínu sem mætir Ítalíu í vináttulandsleik í Flórens klukkan 14.

Þetta er annar leikur liðanna á fjórum dögum en fyrri leiknum síðasta laugardag lauk með 1:0-sigri ítalska liðsins.

Sandra Sigurðardóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, Sveindís Janes Jónsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir koma allar inn í liðið.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Guðrún Arnardóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Agla María Albertsdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Elín Metta Jensen fá sér sæti á bekknum.

Byrjunarlið Íslands:

Markvörður: Sandra Sigurðardóttir

Varnarmenn: Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir.

Miðjumenn: Andrea Rán Hauksdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir.

Sóknarmenn: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert