Sómalskur landsliðsmaður til Akureyrar

Þórsarar fá liðsauka fyrir sumarið.
Þórsarar fá liðsauka fyrir sumarið. mbl.is/Þórir Tryggvason

Liban Abdulahi, landsliðsmaður Sómalíu í knattspyrnu, er genginn til liðs við Þórsara á Akureyri og leikur með þeim í 1. deildinni í sumar.

Abdulahi er 25 ára gamall miðjumaður, fæddur og uppalinn í Hollandi, og hefur þar lengst verið leikmaður Telstar í B-deildinni en var síðast í röðum Koninklijke í C-deildinni. Þar á milli lék hann með Jönköping í Svíþjóð.

Abdulahi hóf að leika með landsliði Sómalíu í árslok 2019 og á tvo landsleiki að baki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert