Deildabikarnum og Meistarakeppninni aflýst

Selfoss lagði Val að velli í Meistarakeppni KSÍ síðasta sumar.
Selfoss lagði Val að velli í Meistarakeppni KSÍ síðasta sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur aflýst keppni í deildabikarnum, Lengjubikarnum, og þá fer Meistarakeppni KSÍ ekki fram í ár.

Þetta staðfesti KSÍ á heimasíðu sinni í dag en átta liða úrslit í deildabikar karla voru nýhafin þegar æfinga- og keppnisbann var sett á laggirnar vegna fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins. Þá var riðlakeppninni í deildabikar kvenna ólokið.

Meistarakeppni KSÍ, þar sem ríkjandi Íslandsmeistarar mæta ríkjandi bikarmeisturum, hefur einnig verið aflýst en til stóð að þeir leikir myndu fara fram í karla- og kvennaflokki í apríl í upphafi tímabilsins.

„Stjórn KSÍ samþykkti að stöðva keppni í öllum deildum Lengjubikars KSÍ 2021 (karla og kvenna) að tillögu mótanefndar – keppninni er þar með lokið og ekki verða krýndir meistarar,“ segir í tilkynningu KSÍ.

„Þá tók stjórn ákvörðun um að Meistarakeppni KSÍ (karla og kvenna) fari ekki fram árið 2021,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

mbl.is