HK framlengir við lykilmenn

Arnþór Ari Atlason hefur framlengt samning sinn við HK.
Arnþór Ari Atlason hefur framlengt samning sinn við HK.

Knattspyrnudeild HK hefur tilkynnt að tveir lykilmanna liðsins hafi framlengt samninga sína. Þetta eru markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson og miðjumaðurinn Arnþór Ari Atlason.

Báðir gera þeir samning út keppnistímabilið 2023.

Arnar Freyr gekk til liðs við HK fyrir tímabilið 2016 og á að baki 116 leiki í efstu fjórum deildunum hér á landi, þar af 35 í efstu deild.

Arnþór Ari gekk til liðs við HK vorið 2019 og hefur spilað 194 leiki í efstu tveimur deildunum hér á landi, þar af af 135 í efstu deild.

HK hefur lent í níunda sæti tvö síðustu tímabil í Pepsi Max-deildinni og hefur leik í deildinni þetta tímabilið gegn KA í Kórnum laugardaginn 1. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert