ÍA: Verða skörð Stefáns og Tryggva fyllt?

Steinar Þorsteinsson er kominn í hóp reyndari manna Skagaliðsins þó …
Steinar Þorsteinsson er kominn í hóp reyndari manna Skagaliðsins þó hann sé aðeins 23 ára gamall. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson

Skagamenn hefja sitt 59. tímabil í efstu deild Íslandsmótsins og það þriðja í röð þegar þeir mæta Valsmönnum í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla, Pepsi Max-deildarinnar, á Hlíðarenda í kvöld.

ÍA hefur átján sinnum orðið Íslandsmeistari en tuttugu ár eru liðin frá því félagið vann titilinn síðast árið 2001. Þá hafa Skagamenn níu sinnum orðið bikarmeistarar, síðast árið 2003. Þeir enduðu í áttunda sæti á síðasta tímabili.

Heimavöllur: Norðurálsvöllurinn (áður Akranesvöllur) – gras.
Þjálfari: Jóhannes Karl Guðjónsson.
Aðstoðarþjálfari: Arnór Snær Guðmundsson.
Fyrirliði: Árni Snær Ólafsson.
Leikjahæstir í efstu deild: Guðjón Þórðarson 213, Pálmi Haraldsson 213.
Markahæstur í efstu deild: Matthías Hallgrímsson 77.

Leikmannahópur ÍA keppnistímabilið 2021:

MARKVERÐIR:
12 Árni Snær Ólafsson – 1991
30 Árni Marinó Einarsson – 2002
31 Dino Hodzic – 1995

VARNARMENN:
3 Óttar Bjarni Guðmundsson – 1990
5 Benjamin Mehic – 2001
8 Hallur Flosason – 1993
18 Elias Tamburini – 1995
27 Árni Salvar Heimisson – 2003
29 Hrafn Hallgrímsson – 2003
44 Alexander Davey – 1994

MIÐJUMENN:
2 Þórður Þorsteinn Þórðarson – 1995
6 Jón Gísli Eyland Gíslason – 2002
7 Sindri Snær Magnússon – 1992
11 Arnar Már Guðjónsson – 1987
14 Ólafur Valur Valdimarsson – 1990
16 Brynjar Snær Pálsson – 2001
19 Ísak Snær Þorvaldsson – 2001
23 Ingi Þór Sigurðsson – 2004

SÓKNARMENN:
4 Aron Kristófer Lárusson – 1998
9 Viktor Jónsson – 1994
10 Steinar Þorsteinsson – 1997
17 Gísli Laxdal Unnarsson – 2001
20 Guðmundur Tyrfingsson – 2003
22 Hákon Ingi Jónsson – 1995
25 Sigurður Hrannar Þorsteinsson – 2000
26 Eyþór Aron Wöhler – 2002

Skagamenn hafa ekki verið í efri hluta deildarinnar frá árinu 2012 og þeim er spáð áframhaldandi dvöl í neðri hlutanum. Jóhannes Karl Guðjónsson mætir til leiks með lið sem er árinu eldra hvað reynsluna varðar en margir efnilegir leikmenn hafa komið inn í liðið síðustu tvö ár.

Óttar Bjarni Guðmundsson er í stóru hlutverki í varnarleik Skagamanna.
Óttar Bjarni Guðmundsson er í stóru hlutverki í varnarleik Skagamanna. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson

Stærsta spurningin er hvort skörð Tryggva Hrafns Haraldssonar og Stefáns Teits Þórðarsonar verði fyllt. Þeir voru yfirburðamenn hjá ÍA í fyrra og skoruðu rúman helming marka liðsins. Auk þeirra er miðvörðurinn Marcus Johansson horfinn á braut.

Í staðinn eru komnir Alex Davey, 26 ára skoskur varnarmaður sem ólst upp hjá Chelsea, finnski bakvörðurinn Elias Tamburini sem hefur leikið með Grindavík undanfarin ár, framherjinn Hákon Ingi Jónsson frá Fylki, bakvörðurinn Þórður Þ. Þórðarson sem kemur heim eftir dvöl hjá HK og ÍA, og þá er miðjumaðurinn reyndi Arnar Már Guðjónsson með á ný eftir að hafa misst af síðasta tímabili vegna meiðsla.

Jóhannes Karl Guðjónsson er að hefja sitt fjórða tímabil sem …
Jóhannes Karl Guðjónsson er að hefja sitt fjórða tímabil sem þjálfari Skagamanna. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Skagamenn spiluðu opinn og skemmtilegan fótbolta í fyrra og langflest mörk voru skoruð í þeirra leikjum. Þeir voru næstmarkahæsta lið deildarinnar þótt 8. sæti hefði verið niðurstaðan. En þeir gætu þurft að bæta hjá sér varnarleikinn til þess að komast af hættusvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert